Dautt andrúmsloft snýr aftur og mun að þessu sinni fylla öll vit gesta Íslenska Rokkbarsins. Þrjár svartmálmsveitir sem leggja meiri áherslu á andrúmsloft en grimmleika munu stíga á stokk.

Dynfari - www.facebook.com/Dynfari
Með tvær breiðskífur að baki og plötusamning við ítalskt plötufyrirtæki að vopni hefur hljómsveitin Dynfari vakið töluverða athygli erlendis fyrir tónlist sína. Þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar áður en tvíeykið hefur upptökur á þriðju plötu sinni.

Auðn - www.facebook.com/audnofficial
Íslenskur svartmálmur að hætti Norðmanna, þar sem mikið er lagt upp úr hatursfullri fegurð tónlistarstefnunnar.

Váboði
Heyrn er sögu ríkari.


Laugardaginn 16. febrúar
Tónleikarnir hefjast kl. 22.00
Íslenski Rokkbarinn, Dalshrauni 13, Hafnarfirði

HAPPY HOUR FRÁ 21 TIL 23 

BJÓR 500 KALL OG 2 FYRIR 1 AF BLÖNDUÐUM DRYKKJUM


FRÍTT INN