Ég heiti Þorvaldur og tek að mér að skipuleggja tónleika í Ungmenna-Húsinu í Rósenborg á Akureyri, gjörsamlega óháð tónlistastefnu.

Ef þú ert í hljómsveit á Akureyri, endilega bjallaðu í mig í símanúmerið 869-2664 eða sendu mér línu á thorvaldurgudni@gmail.com. Ef hljómsveitin þín er stödd annarstaðar á landinu eins og á höfuðborgarsvæðinu og ykkur langar að spila á all ages tónleikum á Akureyri, getum við rætt saman um dagsetningu sem hentar ykkur og þessháttar.

Ástæðan afhverju ég setti þetta inn á "Metall" er því að mig vantar einnig að vita hvaða metal hljómsveitir eru starfandi á Akureyri. Ef þið vitið um einhverjar hljómsveitir þaðan sem eru nýlegar eða ennþá í gangi, látið mig þá vita.