Ég og vinur minn (gítar og bassi) erum að fara að stofna hljómsveit. Erum komnir með frábært húsnæði svo að það ætti ekki að vera vandamál. Okkur vantar hinsvegar trommuleikara. Erum búnir að tala saman um að spila einhvern metal í anda NWOBHM (new wave of british heavy metal) og kannski eitthvað thrash. Þar sem að við höfum báðir mjög gaman af progressive rocki þá gæti þetta orðið einhver metal/prog blanda. Við erum báðir fæddir 91. Ég er búinn að spila i sirka 10 ár og hann eitthvað aðeins minna. Erum á höfuðborgarsvæðinu