Sólstafir og Dimma ætla að þeysast norður og leika á Græna Hattinum föstudagskvöldið 24. feb. ásamt Gruesome Glory.

Sólstafir eru að fylgja eftir plötu sinni “Svartir Sandar” sem kom út síðastliðið haust og hefur fengið gríðargóða dóma víðsvegar um heiminn.

Dimma er að vinna að undirbúningi fyrir sína þriðju plötu sem áætluð er í búðir snemm sumars.

Þar að auki munu Gruesome Glory opna kvöldið af krafti. Nýtt lag frá þeim má heyra hér: http://soundcloud.com/gruesome-glory/consuming-the-anti-life


Sjáumst hress á Græna Hattinum

http://www.facebook.com/events/379027818790946/?ref=nf