Er að íhuga að stofna hljómsveit þar sem ég myndi gegna hlutverki sem söngvari og gítarleikari (ég growla ekki, ég vill frekar öskra eins og t.d. James Hetfield í gömlu metallica). Ég bý í Hveragerði og er að verða 16 ára (búinn að spila á gítar í rúm 7 ár). Ég hlusta mikið á thrash metal hljómsveitir eins og Megadeth, Metallica og Pantera. Svo líka eitthvað nýrra eins og t.d. Lamb of god, Gojira, Ensiferum og fleiri. Ég er með nokkuð gott gear fyrir gítarspilið en ekki sönginn. Ef það kemur til þess að þessi hljómsveit verði stofnuð get ég vel æft í Reykjavík eða á Selfossi. Ég er líka opinn fyrir því að reyna að komast inn í hljómsveit sem spilar eitthvað í áttina að hljómsveitunum sem ég nefndi hér að ofan.
Mesa/Boogie Stiletto Ace, ESP KH-2, Gibson Les Paul studio, Fender Stratocaster og nokkrir nettir effecta-pedalar!