Hljómsveitin Angist er að leita að trommuleikara.
Tónlistin er dauðarokk af gamla skólanum með grúvi og blackmetal áhrif leynast þarna inná milli og hægt er að hlusta á lögin hér sem komu út í fyrra: www.myspace.com/angisttheband og hér má heyra eitt af nýjustu lögunum okkar en reyndar er hljóðið e-ð í fokki: http://vimeo.com/20788034
Við leggjum mikla áherslu á að trommarinn geti grúvað og skreytt lögin en að sjálfsögðu kunnað að blasta og verið góður á dobblarann en nýjustu lögin eru um 180bpm þegar sem hraðast lætur en eins og áður sagði er mikil áhersla lögð á grúvið.

Við erum að leita að metnaðarfullum einstakling til að koma inní þetta með okkur en það er töluvert búið að vera í gangi hjá okkur og er mikið framundan.
Sem dæmi má nefna fjöldan allan af reviewum af demóinu okkar sem hafa öll verið mjög góð og held ég að öll hafi verið uppá einkunina 8.
Einnig áttum við lag á safndiski í öfgatímaritinu Zero Tolerance og viðtal í því blaði, höfum verið töluvert í blöðum og zinum hérlendis og erlendis og má t.d. sjá hér: http://www.castrum.com.ua/encomium/index.htm
Einnig höfum við verið talsvert í spilun á útvarpsstöðvum erlendis, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, til dæmis hjá skipuleggjendum Party San hátíðarinnar.
Síðan vorum við í öðru sæti á Wacken keppninni, spilað á Airwaves og hitað upp fyrir erlend bönd ofl og erum við líka bókuð á Akureyri Rokkar hátíðina í september.
Við erum síðan að leggja lokahönd á EP-ið okkar sem mun koma út innan skamms og inniheldur 5 ný lög og verður gaman að fylgja henni eftir.
Rúsínan í pylsuendanum er svo vikutúr í Frakklandi í október þar sem við munum meðal annars spila í París, festivali með gömlu dauðarokkshundunum í Loudblast, stærsta metalklúbb Frakklands og fleiri stöðum og auk þess sem við erum bókuð á festival í Frakklandi haust 2012 og munum við gera meira úr þeirri ferð.

Eins og sjá má er töluvert búið að vera í gangi og mikið framundan hjá okkur svo við erum að leita að hressum og metnaðarfullum einstakling sem er til í að koma inní skemmtilegt verkefni með okkur :)

Áhugasamir hafið samband við Gyðu í síma 8496190.