Hljómsveitin Plastic Gods er að leggja lokahönd á aðra útgáfu sína sem ber sama nafn og sveitin sjálf. Í tilefni þess að platan er að fara koma út og að trommari Plastic Gods er að koma til landsins í stutta heimsókn ætla þeir að halda magnaða tónleika á Faktorý laugardaginn 23. apríl.

Með þeim spila eftirtaldar sveitir:

Muck: Besta hardcore band landsins sem eru einnig að klára plötu. Mökkararnir munu rokka miskunarlaust!

AMFJ: Meistari Aðalsteinn mother fokking Jörundsson mætir með heilakremjandi raf drón og ógæfu

Hylur: Skítugt Dómsdagarokk beint í æð

Húsið opnar kl. 22.00
1000kr inn
20 ára aldurstakmark


Diskar og annað merch til sölu á staðnum