Ég hef svo allt of lítið að gera og mig langar að komast í annað band. Spila á gítar og búinn að spila í nokkur ár. Spila aðalega þungarokk og langar að komast í band sem að spilar slíkt. Hef mjög takmarkaðann áhuga á einhverju heavy og power metal dæmi, en black, thrash, doom/stoner og death er gott mál. Er liggur við til í allt sem fellur einhverstaðar inní þessar stefnur.

Ég hlusta aðalega á dauðarokk í anda Entombed, Autopsy, Death, Dismember, Sepultura, Sororicide, suffocation, Bloodbath, Gojira, Pestilence, Gorguts, Morgoth, Nirvana 2002 og fleiri. Svo hlusta ég eitthvað á melódískara dæmi eins og Dissection, Naglfar, Embraced ofl. Og auðvitað hlusta ég helling á thrash bönd eins og Megadeth, Slayer, Pantera, Forbidden og stuff. Er einnig til í stoner/doom/sludge dót í anda Electric Wizard, Doomriders, Bongzilla, Church of Misery og Down.

Ég er í reykjavík, og á allar græjur sem að gítarleikari þarf.

Ég hef bæði áhuga á því að komast inní fyrirmannað band og að stofna nýtt.

Ég spilaði á gítar í þessum upptökum: http://www.reverbnation.com/sacrilegeice
Í lögunum Delusional Reality og Hanged and Charred spila ég fyrsta sólóið. Og deili svo rythm gítarnum með hinum gítarleikaranum. Ætti að sýna að einhverju leiti hvað ég kann, en þessar upptökur eru orðnar allveg nokkurra mánaða gamlar.

Hægt að hafa samband hér eða hringja í mig í síma 8455906.
Nýju undirskriftirnar sökka.