ég var að blaða gegnum sunnudagsblað moggans í morgun (mánudagur) og rak augun í smá grein um Megadeth á ‘slúður síðunni’ (fólk í fréttum minnir mig).
Þar er talað um að aðal sprauta Megadeth, Dave Mustaine, hafi hætt í bandinu og ætli að leita á önnur mið í tónlistarbransanum þar sem hann getur látið gott af sér leiða án þess þó að spila á gítarinn.

Það sem fór mest í mig er að þeir ýja svo að því að hann sé með fíkniefnavanda (jú hann var á kafi í dópi fyrir einhverjum árum en er hættur því eftir sem ég best veit) og eins og það hafi eitthvað með málið að gera og minnast ekki einusinni á ástæðu brotthvarfs Mustaine sem er að hann varð fyrir einhverju slysi í febrúar síðastliðnum á tónleikum eða í tónleikaferðalagi í Texas sem olli klemmdri taug í vinsti handlegg. Læknar telja að það muni taka hann heilt ár (með endurhæfingu) að jafna sig og eru samt ekki vissir hvort það verði fullur bati.

Ég er nú bara að ‘blowing off some steam’ og kannski leiðrétta þetta bull í mogganum fyrir þá sem vissu ekki af þessu. Það er eins og að klemmd taug sé ekki nógu krassandi slúður að þeir þurfi að troða eiturlyfjum inn í dæmið. Þoli ekki svona sora og leti fréttamensku að nenna ekki einusinni að kynna sér málið áður en þetta er sent í prent.

Ímyndað samtal í slúðurdeild moggans:
Gaur #1: “Hey! Dave Mustaine var að hætta í Megadeth.”
Gaur #2: “Nú?. Þetta er bara ágætis frétt fyrir sunnudagsblaðið fyrst að það er nú lítið að gera í slúðrinu þessa dagana.”
Gaur #1: “Já, var hann ekki í dópinu einhvertíman?”
Gaur #2: “Mikið rétt. Bættu því þarna við svo að lýðurinn sjái hvernig þessir rokkarar eru.”
Gaur #1: “Þokkalega! Hey, hækkaðu í FM marrr….þeir eru að spila Skítamóral!!!”

>]