Skálmöld í Svíþjóð 9. og 10. des

Yep, það er með miklu stolti að ég get tilkynnt að drengirnir í Skálmöld munu halda í víking til Svíþjóðar í næsta mánuði og spila á tvennum tónleikum. Það er hljómsveitin Degradead, sveit sem hefur verið að vinna sig upp metorðastigan í metalnum upp á síðkastið og spilaði m.a. á Wacken í sumar, sem bauð Skálmöld út að spila með sér á tvennum tónleikum. Umboðsmaður þeirra fékk promo eintak af Baldri, nýju plötu Skálmaldar, í sínar hendur einmitt á Wacken og afraksturinn er líta dagsins ljós núna. Þess má geta í framhjáhlaupi að þessi umboðsmaður heldur Wacken Metal Battle keppnina í Svíþjóð og er því kollegi minn.

Tónleikar sveitarinnar verða í Stokkhólmi 9. des og í Sundsvall 400 km fyrir norðan Stokkhólm 10. des.

Tónleikarnir verða sem hér segir

Stokkkhólmur - Fimmtudagurinn 9. des
Staður: Debaser Slussen (500 manna staður)
Ásamt: Degradead og Soreption
http://www.debaser.se/kalender/5406/

Sundsvall - Föstudagurinn 10. des
Staður: Club Destroyer
Ásamt: Soreption og Degradead
http://www.clubdestroyer.se/v2/index.php

Soreption info:
http://www.myspace.com/soreption

Soreption - The Hypocrite, Undying
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tljpL_o5UB8

Degradead info:
http://www.degradead.com
http://www.myspace.com/degradead

Degradead live teaser
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=afdnaeTTt_A

Pottþétt tónleikahelgi í Svíþjóð
Því má til gamans geta að ef einhverjir skyldu íhuga að skella sér út (eða eru úti auðvitað), að þá er tónleikaprogrammið í Stokkhólmi eftirfarandi þessa helgi:

Miðvikudagur 8. des - Thrasfest - KREATOR + EXODUS + DEATH ANGEL + SUICIDAL ANGELS
Staður: Debaser Medis

Fimmtudagur 9. des - SKÁLMÖLD, DEGRADEAD og SOREPTION
Föstudagur 10. des - SKÁLMÖLD, DEGRADEAD og SOREPTION í Sundsvall

Laugardagur 11. des - HELLOWEEN, STRATOVARIUS og AVATAR
Staður: Arenan
Resting Mind concerts