Yep

Wistaria og Universal Tragedy munu spila á giggi í Köben helgina fyrir Wacken. Tónleikastaðurinn er Lades Kælder, sem er á besta stað í bænum, á Strikinu steinsnar frá aðalbrautarstöðinni.

www.lades.dk

Tónleikarnir verða laugardaginn 31. júlí 2010. Unnið er að því að fá 1-2 danskar metalsveitir til að spila með íslensku sveitunum.

Wistaria munu spila 4 dögum síðar á Wacken og því er um eins konar upphitunargigg að ræða. Wistaria eru í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á disk sem stefnan er að komi út í sumar.
http://www.myspace.com/wistariatheband
http://www.reverbnation.com/wistaria

Universal Tragedy hafa verið að vinna sig upp metorðastigann á Íslandi og gengu nýverið í endurnýjun lífdaga þegar þeir tóku upp 3 laga EP diskinn The Truth Holds No Deception. Það vill svo vel til að nokkrir meðlimir þeirrar sveitar eru að fara á Wacken sem óbreyttir metalhausar. Það lá því beint við að skella þeim með Wistaria í íslenskan metal pakkadíl sem Lades Kælder vildu ólmir fá til sín.
http://www.myspace.com/universaltragedy
http://www.reverbnation.com/universaltragedy

Ef þið sjáið fram á það að vera úti á þessum tíma, endilega skellið ykkur á þessa tónleika og sýnið support.
Resting Mind concerts