Þetta er eintóm gleði! Það verða 2 íslenskar sveitir á Wacken í ár…

Ásamt Sólstöfum voru staðfestir í dag Secrets of the Moon og Suicidal Angels frá Grikklandi. Fiddler's Green voru staðfestir í gær og Ihsahn á laugardaginn. Candlemass var svo bætt við lineuppið á jóladag. Það er allt að gerast… Lineuppið lítur svona út núna þegar það á eftir að staðfesta fleiri bönd:

1349 - Black Metal af bestu sort.
ALICE COOPER - Meistari shock rokksins. Forfaðir Marylin Manson og allra hinna eftirlíkinganna!
AMORPHIS - Ein allra fremsta metal sveit Finnlands. Hands down.
ARCH ENEMY - Sænsku melodeath meistararnir með Angelu Gossow í öskrunum.
ATROCITY - Gothic Dauðarokk frá Þýskalandi, hvers meðlimir að viðbættri Liv Kristine skipa sveitina Leave's Eyes. Verða með 25 ára anniversary show.
CALIBAN - Eitt stærsta metalcore band Þýskalands.
CANDLEMASS - Upphafsmenn epíska doomsins frá Svíþjóð. Gamalgróið band og miklir meistarar.
CANNIBAL CORPSE - Legends of Death Metal. Íslandsvinir með meiru.
CORVUS CORAX - Epískt folk metal frá Þýskalandi. Setja alltaf risa-show á laggirnar á Wacken.
CRUCIFIED BARBARA - Sveit skipuð bara kvenfólki frá Svíþjóð. Metal with balls! (pun intended)
DESPISED ICON - Deathcore frá Kanada.
DIE APOKALYPTISCHEN REITER - Þýskt band með þýskum textum. Power metall með epískum áhrifum.
DIE KASSIERER - Þýskt funky punk
EDGUY - Eitt fremsta power metal band Þýskalands.
EKTOMORF - Thrash frá Ungverjalandi.
ENDSTILLE - Þýskt Black Metal. Með nýjan söngvara í farteskinu.
EQUILIBRIUM - Mjög öflugur Pagan/folk metall frá Þýskalandi.
EVILE - Thrash frá Bretlandi
FIDDLER'S GREEN - Þjóðverjar að spila írska þjóðlagatónlist með duglegum metal áhrifum.
GHOST BRIGADE - Doom/sludge frá Finnlandi sem er að gera allt vitlaust.
GRAVE DIGGER - Gamlar þýskar risaeðlur í Heavy Metalnum. Sjaldan verið eins hressir og í dag.
IMMORTAL - Meistarar norska blackmetalsins. Þarf að segja meira?
IRON MAIDEN - Breska stálið… Voru algjörlega frábærir á Wacken 2008.
KAMPFAR - Black metal frá Norge.
KATAKLYSM - Dauðarokk frá Kanada.
LAKE OF TEARS - Sænskur gothic metall
MÖTLEY CRÜE - Kóngar bandaríska sleeze metalsins mæta á svæðið. Dr. Feelgood mætir á svæðið einnig.
NIGHTMARE - Power metal frá Frakklandi
ORDEN OGAN - Nýju hetjurnar í þýskum melódískum metal. Lag þeirra “We're Pirates” til heiðurs Running Wild er magnað.
ORPHANED LAND - Metall með austurlenskum áhrifum. Eru frá Ísrael
PRIMAL FEAR - Fyrrum söngvari Gamma Ray, Ralph Scheepers hér með sína power metal sveit.
SECRETS OF THE MOON - Svartur dauði frá Berlín.
SLAYER! - Kings of Thrash Metal. Einhverjar spurningar?
SÓLSTAFIR - Akkúrrat! Íslensku drykkjuhestarnir í Sólstöfum munu koma fram á Wacken í fysta sinn enda eru þeir að taka yfir Evrópu með sínum Black Death. Já og það að Köld er gera allt brjálað þar…
STRATOVARIUS - Stærsta power metal band Finnlands með 12 studio plötur á bakvið sig.
SUICIDAL ANGELS - Grískir thrash metalhausar.
THE DEVIL'S BLOOD - Satanískir ritualar og psycadelic rokk-metall.
TIAMAT - Sænsk kult sveit. Dauðarokkssveit sem síðar þróaðist í Gothic Metal með doom áhrifum.
TORFROCK - Þýskir djammrokkarar.
TÝR - Uppáhalds frændur okkar frá Færeyjum!
U.D.O. - Gamli jálkurinn úr Accept, Udo Dirkschneider, hér á ferðinni með hljómsveit sína á bakvið sig.
W.A.S.P. - Blackie Lawless og co. Meistarar shock metalsins.
Resting Mind concerts