Föstudaginn 3.Júlí n.k. mun fjölbreytnin ráða ríkjum á Grand rokk þar sem við fáum eðal metalcore frá Dabba og félugum í Wistaria, yndislegan svartmálm frá drengjunum í Svartadauða, hver er ekki forvitin að fá að heyra hvað þeir félagar hafa upp á að bjóða eftir pásu, svo munu hinar magnþrungnu dauðarokkssveitir Bastard og Beneath slútta kvöldinu. Af þessu line upi verður enginn sannur metalhaus svikinn. Það verður frítt inn á þessa metalveislu og þess vegna veit ég að allir þessir frábæru metalhausar sem hér eru munu fjölmenna á Grandið!! Húsið opnar kl. 22:00 og það er 20 ára aldurstakmark! Ég hef séð hvursu öflugir íslenskir metalhausar eru þegar þeir taka sig til og MÆTA á tónleika og er ekki fínt að hita sig upp fyrir stærstu metalhátíð landsins og fjölmenna bara!!!

tekið af töflunni.