Jájájá, vantar aftur trommara í ramm íslenskan þjóðlagametal. Ekkert hollywood-víkinga bull, heldur íslenskum þjóðsögum gerð almennileg skil í gegnum þungarokk.

Erum með einn meðlim sem leikur á trompet, selló og flautur til skiptis. Sæmilegt magn af efni þegar samið, nóg til að koma fram einhvers staðar. Hluti af því til í midi formi ef einhver hefur áhuga. Erum að koma úr nokkra mánaða æfingarpásu, en húsnæði á að vera reddað. Erum 18-20 ára gamlir.