Hljómsveitir Execrated óskar eftir öðrum gítarleikara, við spilum old school death metal með kolsvörtum elementum í anda Autopsy, Incantation, Necrovore og fleirum. Sá hinn sami verður að geta gefið sér tíma til að æfa amk 2-3 í viku, eiga gítar/græjur, hafa meðalþekkingu á tónlistinni og geta samið með okkur. Ekki væri verra að hann geti reddað betri æfingaraðstöðu en þessa í Húsinu.
Sveitin var stofnuð 2007 sem Xezbeth, en fyrir stuttu ákváðum við að breyta bandinu yfir í death metal. Og til að skemma þetta allt þá erum við staðsettir á Akureyri. Við erum komnir með eitt lag og annað í vinnslu og ætlum að æfa mikið í sumar þar sem nokkrir af okkur eru atvinnulausir.

Bandið skipar:

Ég - Gítar ( ex- Mordlust)
Illugi Greenmonster - Bassi (Pöltergeist)
Krissi - Söngur (Pestuus , ex-Mordlust)
Þorri reg8sumthing - Trommur (Iblis, Endrum)

Við erum á aldrinum 16-17 ára.

Bætt við 17. maí 2009 - 20:09
Ooog þetta átti vissulega að vera Hljómsveitin*.