Já, ég get nú bara ekki annað en þakkað fyrir mig eftir þessi metnaðarfullu svör sem ég fékk frá ykkur! Það komu líka svo mörg að ég ætla bara að þakka ykkur öllum í einu, hitt tæki of langan tíma :P

En ef þið eruð að spá í hvað ég tók nú til mín af þessu öllu saman þá er ég mest að hlusta á Metallica og Pantera í augnablikinu. Kill Em All er í bílnum og ég fíla sérstaklega lag nr. 1, 2, og 3 (sorrí ég man ekki nöfnin og diskurinn er í bílnum;)

Gaman að segja frá því að ég vinn á leikskóla með 5 og 6 ára börnum og í dag vorum við 2 stelpur að vinna með strákunum að listrænu verkefni. Fyrst vorum við með indverska tónlist sem á að vera góð fyrir einbeitninguna… En þeir voru endalaust að biðja um rokk svo ég sótti diskinn í bílinn og þegar við vorum búin með verkefnið tók ég þá alla inn í sal og blastaði Metallica og við tókum luftgitar og headbang eins og alvöru metalhausar myndu gera haha :D Það var yndislegt, þeir voru geðveikt að fíla þetta! Ég hef reynt þetta með klassíska rokkið (Zeppelin, Pink Floyd og The Doors sem dæmi) en þær hljómsveitir fengu enganvegin sömu viðbrögð og Metallica. Stelpurnar fá síðan að hlusta á þetta líka örugglega í vikunni bara.

Annars ætla ég bara hægt í sakirnar og er bara rétt byrjuð á þessu, á miklu er að taka og margt að kynna sér. Ég á 15 mánaða gamlan son sem “headbangar” með mér þegar ég hlusta á þetta hehe.

Annars bara takk aftur, þið eigið örugglega eftir að sjá mig oftar inn á þessu áhugamáli núna ;D

Bætt við 5. maí 2009 - 19:43
Tjaaa ég er með þokkalega líbó deildarstjóra og hún styður mig í að kynna alla heimsis tónlist fyrir krökkunum… En Devourment eða eittvað í þessum dúr… Ég yrði rekin :P Kannski ekki af leikskólastjóranum heldur foreldrunum hehe