Bassinn er hljóðfæri sem auðveldlega er hægt að gleyma í öllu gítarrunkinu sem metall er oftast kenndur við. Og því spyr ég ykkur málmáhugamenn, hvaða lög finnst ykkur bassinn standa best upp úr? Einhverjar bassalínur sem koma upp í hugann?

Sjálfum finnst mér lagið Third Prayer með Deathspell Omega best hvað það varðar, bassalínan sem kemur á mínútu: 01:32, algjört eyrnaundur.