…hvað þessi hljómsveit hefur enn sterk ítök í fólki, og meira að segja unglingum! Miðað við að þeir eru sagðir hafa verið “upp á sitt besta” á árunum 1982-1988.
Ég meina, ég var 13 ára þegar Number of the Beast kom út árið 1982. Allir í skólanum mínum voru svo svakalega hrifnir af þessari ógurlegu hljómsveit sem ég hélt þá að væru einhverjir djöfladýrkendur (sem reyndist náttúrulega vera algjört bull). En það var samt eitthvað sem heillaði… Ég hlustaði samt aldrei á þá nema bara í útvarpinu (þegar útvarp var ennþá lifandi), og fannst tónlistin flott, en söngurinn fór alltaf í taugarnar á mér (fyrirgefðu Bruce minn, ég var bara ekkert að fíla óperusöng í þá daga). Ég fíla hann mjög vel í dag, hann syngur reglulega vel… :)
En jæja, fyrir uþb tveimur árum fór ég að taka Iron Maiden fyrir (eins og ég geri gjarnan með hljómsveitir með reglulegu millibili), og á orðið nokkra diska með þeim. Æpandi snilld þessi tónlist, og hefur elst reglulega vel. Svo ekki sé minnst á textana, þeir eru eiginlega eitt af því besta við Maiden. Eitthvað annað en drykkja og kynsvall…
Jæja, ég er bara að tjá mig. Bið að heilsa ykkur… :)