Drengirnir fóru nýlega og tóku upp demó af laginu Two More og fengu Silla til að mixa. Killer útkoma finnst mér, þrátt fyrir hraðvirka og ódýra upptöku.

Planið er svo að fara í stúdíó á næstunni að taka upp næstu plötu. Mér skilst að Silli muni sjá um upptökurnar á því, þannig að þeir verða í góðum höndum.

Tékkið á þessu í spilaranum hér fyrir neðan, en þarna eru mun betri gæði en á myspace…

http://www.reverbnation.com/darkharvestonline

Lagið: Two More - hitt efnið er eitthvað eldra.

Mæli með ReverbNation til að uploada upptökum á. Mun betri gæði en myspace crappið…

Svo smá innlegg frá Madda bassaleikara:

“Takk fyrir það

Við tókum upp tvö lög í live feeling, ”Two more“ og ”Watch out below“, sem við sömdum rétt áður en við fórum í stúdíóið að taka upp. Ég renndi bassanum aftur inn eftir á og Gulli henti inn kassagítar, sóló og riffum hér og þar en rythmagítarinn úr orginal upptökunni fékk að halda sér. Silli sá svo um að mixa lagið.

Hljóðið í intro'inu og undir milliköflunum er barkasöngur, fluttur af félaga okkar Böðvari Gunnarssyni. Hann kom einmitt stuttlega fram á þorrablóti ásatrúarfélagsins fyrir nokkrum vikum og það vakti góða lukku meðal heiðinna.

Ég hlakka mjög til að fara að taka þessi lög upp, við erum að koma með svo mikið af nýjum lögum upp á síðkastið að það er farið að verða bráðnauðsynlegt að koma óupptekna efninu á plast, svo maður geti farið að einbeita sér að nýja stöffinu. Silli hefur líka tekið okkur upp áður, en hann tók upp útgáfutónleikana á Classic Rock auk þess sem hann tók upp ”Summer Song“ lagið sem endaði reyndar sem Audio Nation lag.

Ég mæli hiklaust með ReverbNation.com til að koma lögunum sínum á framfæri. Fullt af flottum extensions og svo leiða þeir mann áfram til að bæta við prófílinn þangað til hann er orðinn complete.

Við tókum nokkur lög live á Rás 2 um daginn, meðal annars nýja lagið ”Watch out below“. Hendi því inn vonandi á næstu dögum þegar ég er búinn að fá disk með þeim upptökum…”
Resting Mind concerts