Er að pæla í að selja Ibanezinn minn… Þetta er yndislegur gítar í alla staði. Fjölhæfur og þægilegur, En ég spila svo lítið á hann :( Langar að sjá hvort einhver bjóði mér eitthvað gott í skiptum eða bjóði vel í hann.

Ibanez Rg350EX
Mynd:

http://images.hugi.is/hljodfaeri/123659.jpg

Specs:
Wizard II háls (bestu shred hálsarnir að mínu mati. mjög þunnur og nettur (ber maple, ekki málaður) er 3piece maple
Basswood body
Rosewood Fingraborð með sharktooth inlay, hvítri bindingu og jumbo fretum
Edge III brú, þægilegt floyd rose system sem Ibanez hannar. Mjög vinsælt og td Steve Vai hefur alltaf notað þetta.
EMG-hz 81 pickuppa sett. Þetta er passive útgáfa af EMG 81, semsagt ekki jafn heit og maður þarf ekki að skipa um batterí. Þeir eru btw eiginhandarártiaðir af Alex webster (neck) og pat O brian (bridge) úr Cannibal Corpse.
Infinity Single3 miðju pickup. semi mjúkur miðju pickup, virkar mjög fallega í clean og þægilegt að hafa hann þarna uppá fjölbreyttnina.
5 way switch og vol tone rafkerfi.
Gítarinn var búinn til 2007.

Sound:
EMG arnir eru heitir og þægilegir. þeir ofgera ekki á distinu en höndla það samt virkilega vel. það er kostur á sinn hátt. þá færðu ekki þetta sound sem kemur í feitium pickuppum held er er hann alltaf nokkuð aggressive (í bridge, Neck og middle geta verið nokkuð feitir en samt heitir) Riff koma mjög vel út´i honum og hröð skala/sóló spilun upp og niður hálsinn er fullkominn á þennann gítar.

Áræðanleiki:
Ég er búinn að reyða mig á þennan gítar í núna eitt og hálft ár og eina klikkið sem hefur verið er að strengur slitni og ég var lélegur í að laga það. En þegar ég fékk hann var smá bögg í brúnni og hvernig hún fór í body-ið, en það er allti í lagi svo lengi sem maður notar ekki einhverja 50-12 strengi eða þyjkkari í standard tjúni. ef maður vill fara í þykkari strengi down tjúnar maður hann bara aðeins og þá er allt í lagi ;)

Spilun:
Magnaður í spilun, eins og sagði er hálsinn hraður og góður, hefur alltaf virkað mjög mjúkur hjá mér. Body-ið er þægilegt enda bara strat shape og hann er mjög meðfærilegur, léttur og nettur. Brúin er að mínu mati þægilegri en mörg floyd rose því að hún er ekki jafn fyrirferðamikil og ekki miklar líkur á að þú sért að fara of mikið í hana þegar þú spilar þannig að hún aftjúnist. floydið spilast bara mjög svipað og önnur floyd sem ég hef testað í búðum, að mínu mati samt þægilegra að því leyti uppá lögun að gera.

Ástand:
Ástand er basicly eins og nýr. Að undanskildum einhverjum ltilum rispum. engum áberandi á bodyinu, allavega ekki framan á, en það er soldið beltissylgju far á honum aftan á. Það eru engin chip í honum og hálsinn er óaðfinnanlegur gagnvart rispum og chipum. meira að seigja “hornið” eða efsti parturinn af headstockinu er allveg heill. Hásinn er svo hreinn að gítarinn lýtur út fyrir að ég hafi aldrei notað hann og það eru nokkuð nýjir strengir í honum (10-46, standard E tune). Það er ekkert fretbuzz og actionið er þægilega lágt. Það er hægt að stilla það aðeins lægra en þess þarfnast í raunini ekki. Ég lét brooks setja gítarinn upp fyrir mig þegar ég fékk hann og aftur núna í sumar. Ég held að maður finni engann mun á honum nýjum og mínum.

Skipti: Í samabdi við skipti er ég með 25000 kall auka kannski, sem ég var að vonast il að geta eytt þá með þessum gítar. Ég er að leita þá að, öðrum shreddanlegum gítar, en samt helst hafa hann einfaldann. Efst á óskalistanum mínum er B.C rich, en þeir eru víst ekki til í miklu magn á íslandi og þeir sem að eiga góðar týpur frá þeim eru ekkert fyrir að selja þá, en einnig tek ég líka til greina ESP/ltd, Fender, Gibson/Epiphone, Jackson ofl. það má bjóða mér allt í rauninni. líka gítareffecta þá, en samt hef ég eiginlega bara áhuga á phaser og einhverjum overdrive. Magnarar koma eignlega ekki til greina nema kannski miðlungsbassamagnara uppí hann þá. Ég er búinn að fá mörg mjög góð boð í hann, en ekkert sem ég hef sérstaklega verið að leita að svo að ég held bara áfram að leita en þið sem voruð búnir að bjóða mér, ég veit enþá af ykkur ;)

Verðhugmynd: Það er búið að bjóða mér 35 þús, svo að það þarf bara smá peninga viðbót til að toppa það. ekki margir gítarar sem maður fær á lágu verði í gítarbúðum nú til dags svo ef einhver að er að leita að shredgítar, gítar númer tvö, eða fyrsta alvöru gítar, þá er þessi málið.

Hann kemur með b.c Rich poka btw, til að hafa eitthvað utan um hann, og auðvitað þeim sexköntum sem þarf.

Hels ég sé ekki að gleyma neinu. Spyrjið bara og helst fá tilboð í pm.

Síminn minn er 8455906 og msn er theguerilla@hotmail.com
Ég tek það til íhugunar að senda útá land ;)
Nýju undirskriftirnar sökka.