Danski framkvæmdaaðilinn (Kasper Molin hjá Livescenen) var að tjá mér að hann á einungis 30 miða eftir á Wacken í ár! Það gildir fyrir alla sem skrá sig í hópferðina, því bæði Danir og Færeyingar eru um hituna, en frændur okkar færeyingar hafa verulega fjölmennt á Wacken síðustu ár með sömu rútuferð og við.

Ég býst fastlega við að þessir 30 miðar verði farnir á næstu dögum (í ljósi þess að hann átti um 200 miða í byrjun mánaðarins), þannig að það er væntanlega óviturlegt að bíða lengi með að tryggja sér miða.

Listi af böndum sem búið er að staðfesta:

AMON AMARTH - Íslandsvinir með meiru!
AXEL RUDI PELL - með Hardline söngvarann Johnny Gioeli í broddi fylkingar.
BORKNAGAR - Norsku blackmetal sérfræðingarnir með meistara Vintersorg í broddi fylkingar.
BULLET FOR MY VALENTINE
CALLEJON - Þýskir táningar að spila thrash metal.
CATHEDRAL - Doom goðin koma saman aftur!
DRAGONFORCE - Yngwie Malmsteen on speed!
EINHERJER - Norsku black/progressive metal víkingarnir.
EPICA - Beauty and the Beast frá Hollandi. Skutla dauðans sér um sönginn.
GWAR - The original Trolls! Lordi hvað?…
HAMMERFALL - Ein allra vinsælasta þungarokkssveit Svíþjóðar fyrr og síðar.
IN EXTREMO - Rammstein með sekkjapípum!
IN FLAMES - Líklega Stærsta metal sveit Svíþjóðar
KAMPFAR - Norsku black/folk metal heiðingjarnir.
KINGDOM OF SORROW - Með Jamey Jasta úr HATEBREED og Kirk Windstein úr DOWN og CROWBAR í broddi fylkingar.
KORPIKLAANI - Finnskur humpa metal í ætti við Finntroll!
MACHINE HEAD - Massametall frá Kanaveldi.
MOTÖRHEAD - Lemmy lemur ykkur ef þið mætið ekki!
NAPALM DEATH - The Legends
NEVERMORE - Síðasta plata þeirra, This Godless Endevour frá 2006, er mikið meistarastykki.
TESTAMENT - Kóngar Bay Area thrass'ins
TRISTANIA - Gothic Beauty and the Beast frá Noregi.
VOLBEAT - Elvis Metal - frá Danmörku. Sveit sem fyllir stórar tónleikahallir í sínu landi.
WALLS OF JERICHO - Kröftugur Death metal-hardcore bræðingur frontaður af kvenmanni.

og enn eftir að staðfesta milli 50 og 60 hljómsveitir

kv,
Þorsteinn
Resting Mind concerts