Ég var að rífast við vin minn um daginn um hvort Morðingjarnir væru metall eða pönk.
Hann sagði metall og ég sagði pönk.

Persónulega finnst mér Morðingjarnir alveg frekar líkir Innvortis og Innvortis kalla ég pönk.
Kannski er þetta bara ég en ég kalla þetta pönk.

Allir hinir voru sammála mér en þessi vinur minn veit alltof mikið um tónlist og ég hlusta mikið á hann og treysti honum varðandi tónlist og þannig.
En ég verð að segja að Morðingjarnir séu pönk.

Btw ég vissi ekki hvort ég ætti að setja þetta í /metall eða /punk þannig já, set þetta bara hér.