Tékkið á þessu:

Eins og þið vitið, þá er 20 ára aldurstakmark á tónleikana á Nasa. Hins vegar má benda á að ef að menn hafa með sér forráðamann/foreldri eða ættingja (t.d. eldra systkini) sem náð hefur 20 ára aldrinum, þá leyfa landslög að fólk fái inngöngu.

Sjá 5. gr laganna: http://www.althingi.is/lagas/135a/2007085.html#g28

eða nánar:
“Á veitingastað sem leyfi hefur til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 22 á kvöldin og fram til lokunar staðarins nema í fylgd með foreldrum sínum, öðrum forráðamönnum, ættingjum eða maka, 18 ára eða eldri. Dyraverðir, eftirlitsmenn, framreiðslumenn og/eða aðrir sem ábyrgð bera á rekstri staðarins skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl. 22 að kvöldi, án framangreindrar fylgdar, sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt enda sé ástæða til að ætla að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.”

Athugið að þó þarna standi 18 ára, þá setur Nasa sínar reglur miðað við 20 ára aldurinn og því miðast þetta við það.

En, auðvitað, það eru all-ages tónleikar daginn eftir í TÞM og það verður ekki síðra show.
Resting Mind concerts