Sælir félagar,

…Og nú leitar sá gamli að hljómsveit til að eiga þátt í listaviðburði og sköpunaráráttu ‘AUÐN’.

Þó margt sé enn við þröskuldinn; þá eru málin nokkuð komin á hreint og stendur til að vera með listaviðburði og gjörninga á heimalandinu hið næsta sumar, þ.á.m. sviðsframkomu og tónleika. Einnig stendur til að hasla sér völl hér á Hollandinu og - mögulega - víðar.

Ósköpin öll merkilegt, en málin hafa þróast töluvert í samsæri við hollenskan listamann sem þykir auðnir og menning Íslands mjög svo spennandi. Spurning hvar þetta endar og hversu mikinn fjárhag okkur mun áskotnast undir ævintýrið, en ég stóð á því að hafa íslenska hljómsveit mér til styrks í þessu og vonandi að sértilvaldir einstaklingar sýni þessu áhuga.

Þeir sem eru til í tuskið skyldu hafa eftirfarandi - sterklega - í huga:

Kröfur
1. Tónlistin verður uberdimmilegur svartmálmur, nokkuð magnþrungin og hræðileg sem slík, en sterkustu áhrifavaldar hér - af minni hálfu - væru: Immortal (örlí stöff) - Beherit - Master's Hammer - Mystifier og Mayhem (De Mysteriis Dom Sathanas tímabilið), en vitanlega munum við vinna að þessu saman, allir sem einn og frjálslegt hugmyndaflæði ríkjandi…;-)
2. Sterk sviðsframkoma er ‘must’ og korpspeintið ómissandi ásamt öðru tilheyrandi.
3. Opið viðmót og eiginleikar samvinnufýsi skyldu í fyrirrúmi, en það er mikilægt að meðlimir séu til í samstarfið og að ekkert sitji í vegi.
4. Undirritaður mun sjá um söng og - mögulega - glamur á bassa, en svo þýðir ekki endilega að gildir meðlimir hljómsveitar verði látnir sitja á hakanum.
5. Æfingaraðstaða skyldi einnig til staðar svo hægt sé að undirbúa allt sem skyldi þá er ég mæti á klakann, vonandi sem oftast á komandi ári.
6. Einhverjir hæfileikar og reynsla skyldu til staðar svo að menn geti unnið saman á jöfnum velli.

Það er mikilvægt að allt komist nú á hreint sem fyrst og fljótlegast, en við listamennirnir munum svo sjá um að grenja fjármagnið út úr ýmsum aðilum; þá í ljósi þess er verða skal og er margvísleg umbum ekki svo ólíkleg þó óljós sem stendur. Það helsta er hljómsveitinni mun áskotnast úr þessu brasi væri þá allra helst:

(a) Ca. 5 laga smádiskur ásamt stuttmynd og - jafnframt - heimildarefni.
(b) Stúdíótímar fyrir tilheyrandi tónsmíði ásamt eigin lögum ef fjármagn leyfir.
© Tónleikahald og sýning á Íslandi, Hollandi og jafnvel víðar.
(d) Þrusugóð kynning, reynsla og tækifæri til að kynnast mér nánar…;-)

Vitanlega getur margt enn farið úrskeiðis og erfitt að lofa því að þetta muni ganga einhvernvegin þangað til að peningarnir láta sjá sig. Hinsvegar eru möguleikarnir fyrir hendi, enda mikilvægt að þetta fáist á hreint svo hægt sé að leggja drög og sækja um tilheyrandi styrki.

Áhugasamir geta póstað hér, sent mér ímeil (sjá vefsíðu: http://www.nekron-art.com/) og/eða skotið PM að vild. Allar spurningar eru velkomnar, en ég hef nefnt einungis það er ég tel eiga við hér.

Kv,

D/N