Tímamót í Iðnó 08.08.08


Föstudaginn 08.08.08 verða sameiginlegir útgáfutónleikar hljómsveitanna Momentum og Celestine. Báðar hljómsveitir eru nýbúnar að gefa út sína aðra plötu. Tónleikarnir verða teknir upp fyrir væntanlega tónleika DVD útgáfu. Hljómsveitirnar Ask the slave og Muck sjá um upphitun. Tónleikarnir verða haldnir í Iðnó og kostar 1000 kr. inn. Hurðin opnar 19:00 og fyrsta band byrjar 20:00 og það er ekkert aldurstakmark. Tónleikarnir munu koma til með að marka tímamót í íslensku tónlistarlífi. Meðlimir Momentum og Celestine munu með þessum tónleikum stofna nýtt útgáfufyrirtæki að nafni Molestin Records, sem ætlar sér að lyfta þungarokkssenu Íslands upp á hærra plan. Útgáfur, metnaðarfullt tónleikahald og kynning á íslensku þungarokki. Innflutningur og útflutningur á hljómsveitum. Í raun má segja að allt sé að fara á flug í þungarokki á Íslandi.