Var að koma heim af tónleikunum og Whitesnake voru í einu orði sagt FRÁBÆRIR. Miðað við Wacken komu þeir mér alveg rosalega á óvart (þó mig hefði grunað að svo yrði). Sándið í byrjun var reyndar frekar lélegt og í fyrstu 3-4 lögunum náðu þeir sér ekki alveg á flug, en svo fór að heyrast almennilega í hljóðfærunum og þá kom bersýnilega í ljós hversu mögnuð sveitin er í dag. Coverdale var einu orði sagt alveg magnaður! MAGNAÐUR! Kallinn hefur ENGU tapað og tók háu nóturnar eins og ekkert séð… Nú vil ég bara duel milli Coverdale og DIO um hvor er magnaðri söngvari í dag …

Þetta var peninganna virði!

Kallarnir fengu standing ovation í lokin… Well deserved.
Resting Mind concerts