tekið af töflunni:

Já þið lásuð rétt. Það er búið að færa frumsýningartónleikana okkar yfir á laugardagskvöldið 14. júní.

Þetta verður haldið á Classic Rock barnum í Ármúla. Djammið byrjar um ca 21:00 og það er fríkeypis aðgangur. 20 ára aldurstakmark. Segið öllum vinum ykkar frá þessu.

Eistnaflug 2007 myndin verður frumsýnd. Fyrir þá sem ekki vita er það heimildarmynd um Eistnaflugshátíðina, talsvert meira af viðtölum í þessar mynd en frá 2006 myndinni. Auk þess eru ýmis skemmtiatriði af fólki í misgóðu ástandi (undirritaður meðtalinn).


Nokkrar hljómsveitir munu leika fyrir dansi, en þær munu að sjálfsögðu spila á hátíðinni fyrir austan.

Severed Crotch - það þarf ekkert sérstaklega að kynna severed crotch. Þeir verða eflaust mest ölvuðustu gæjarnir á svæðinu. En gúdsjitt metall engu að síður.

MucK - Efnilegustu nýliðarnir í bransanum í dag. Hype'ið er að fara byrja, fengu mjög fínan tónleikadóm í nýjasta tölublaði Grapewine.

Slugs - ekta íslenskt typparokk. Mjög öflugt sviðsband þar sem áhorfendur fá mikið fyrir sinn snúð. Gerðu lag um guðmund í byrginu… jájá - ástin svífur um á leðurvængjum

Skítur - Þessir hressu garðbæingar ætla að heiðra okkur með nærveru sinni. Þeir spila tuddarokk af bestu gerð.


Eftir að hljómsveitirnar eru búnir að spila og fólkið komið ágætlega vel í glas og byrjað finna fyrir eistnaflugsandanum - þá verður myndin sýnd.

og munið. það er frítt inn og reyndar aldurstakmark upp á 20ár held ég


ATH Forsala verður í gangi, þið getið verslað miða á hátíðina hjá okkur þarna!
Severed Crotch