Þess má geta að bandaríska progmetal sveitin Lethal mun spila í köben á mánudagskvöldinu áður en við siglum suður til þýskalands. Þeir spila á The Rock.

Þetta er ótrúlegar fréttir fyrir mig, þar sem Lethal er ein af fyrstu progmetal sveitunum sem ég heyrði í, uppúr 1990. Það var þá sem þeir gáfu út sína fyrstu breiðskífu, Programmed, á Metal Blade útgáfufyrirtækinu

http://ecx.images-amazon.com/images/I/318GBRKW39L._SL500_AA180_.jpg

Mynbandið við lagið Immune af þessari plötu:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kigJoxgS8PY

Tónlistin sver sig í ætt við early Crimson Glory og Queensryche, og var söngvaranum líkt við Geoff Tate, söngvara Queensryche. Mjög jákvæðar samlíkingar þar sem hann gaf Tate ekkert eftir.

Sveitin var stofnuð 1982 en fyrsta afurð sveitarinnar leit dagsins ljós 1987, en það var einungis um að ræða demo. 1990 kom svo Programmed eins og áður segir og sveitin gaf út sína aðra plötu Your Favorite God 1995, en það var EP. Árið eftir kom svo platan Poison Seed.

http://static.metal-archives.com/images/4/3/7/7/4377.gif
http://static.metal-archives.com/images/4/3/7/6/4376.gif

Eftir það lagði sveitin upp laupana en kom saman aftur fyrir nokkrum misserum og spilaði m.a. í fyrra á nokkrum festivölum í Evrópu og þeir eru að gera það aftur núna í ár. Í burðarliðnum er svo ný plata sem þeir eru að taka upp um þessar mundir. Það er ekki annað hægt að segja en að ég sé þónokkuð spenntur.

Það er alveg ljóst á þessu myndbandi hérna að söngvarinn hefur engu gleymt. Þvílík helvítis rödd!:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iNCGONp4W6s

Tékkið á tóndæmum og fleirum myndböndum hérna:
http://www.myspace.com/yourfavoritegod
Resting Mind concerts