Núna hef ég verið að renna plötunni ,,De contemplanda Morte; De Reverencie laboribus ac Adorationis" með sænsku hljómsveitnni Mortuus í gegn seinustu daga.
Platan sem kom út árið 2007 vakti mikla athygli.
Gefin út af Ajna svo þetta hlaut að vera gúd sjitt, sem þetta er svo sannarlega.
Hljómsveitin innheldur 2 meðlimi,, báðir eru í þektum sænsku black metal böndum.
Tehom(bassaleikari Ofermod) gólar, glamrar á gítar og bassa.
M.Hinse(Ondskapt) spilar á trommur.

Tónlistin er frekar hæg og drungaleg en með hraða keyrslu parta inn á milli.
Textarnir eru frekar djúpir og algjör skilda að lesa þá yfir á meðan hlustað er á tónlistina.
Best er að hlusta á þetta frekar hátt í góðum græjum, bara flott atmo sem þessi hljómsveit nær að framkalla.

Myspace;
http://www.myspace.com/mortuusswe

Eitt af því langbesta sem kom út árið 2007.
Eitthvað sem þið VERÐIÐ að kíkja betur á.