Mig langaði til að nefna þessa hljómsveit, The Ocean, sem ég var að kynnast. Ég veit ekki til þess að minnst hafi verið á þessa hljómsveit hér á /metall, en það er líka svoldið síðan ég kom hingað síðast.

Ég mæli með því að allir kynni sér nýju plötuna þeirra, Precambrian, sem kom út seint á síðasta ári. Ég kynntist henni sjálfur í gegnum MetalSucks.net (snilldarsíða) þar sem þeir sögðu að hún væri vanmetnasta plata 2007. Þar komu þeir einnig með þessa tilvitnun sem mér þótti mjög góð.

It came out last November, so it didn’t make many year-end lists (if I ran a label, I would finish each year’s release schedule by October for such purposes). Precambrian would have - or should have - dominated them. Sadly, there’s no critic herd mentality for it like there was for Mastodon’s Leviathan, a lesser work. 83 minutes of exploding color, with more literary references than a 200 level class - I could hardly circumscribe it with mere language

Þetta er alveg ótrúlega frumleg, hörð, hröð, en umfram allt góð plata sem allir ættu að kynna sér.

Þið getið heyrt brot úr tveim lögum af disknum (ath, þetta eru bara brot, en þó nokkuð löng.)

Ecstasian http://invisibleoranges.com/audio/THEOCEAN_ECTASIAN(EXCERPT).mp3
Rhyacian http://invisibleoranges.com/audio/THEOCEAN_RHYACIAN(EXCERPT).mp3

Tékkið á þessu, þetta er alveg snilldar stuff.
In such a world as this does one dare to think for himself?