Ég rakst fyrir tilviljun á könnun um hvort fólk ætlaði að mæta á Misery Index tónleikana.
Mér til mikillar furðu þá var svaratíðni þeirra sem ætla að mæta mjög lág.
Mikið er það undarlegt að metalhausar standi ekki saman um svona innflutning og fjölmenna. Óháð því hvort þetta sé uppáhaldssveitin þeirra eða ekki. Það eitt að það sé metnaðarfull og áleitin hljómsveit að koma til landsins og spila fyrir lága fúlgu, ætti að vera nóg til að fá meirihluta metalhausa borgarinnar, unga sem aldna, til að koma saman og fagna.
Það sama á við íslensku böndin.
Koma saman, make a scene, kvetja til dáða, hang out og hver veit nema eitthvað sérstakt gerist. Engir tóneikar eru nákvæmlega eins.
Það er undir þér og hljómsveitunum komið.