Það er mjög spes að sjá skiptinguna varðandi skoðun á þýsku dauðarokks hljómsveitina Defeated Sanity. Sumir lofsyngja hana í hæstu hæðum og telja hana það besta sem komið hefur fyrir dauðarokkið, sumum finnst hún fín og enn aðrir telja nyjustu plötuna virkilega slæma.

Ég hef rennt Psalms of the moribund disknum nokkrum sinnum í gegn en fæ ekki þessa tilfinningu sem ég fæ þegar ég hlusta á góðar death metal plötur.
Hún er drulluþung og gaurinn er með alveg fáránlega djúpa guttural rödd en það er það eina jákvæða við diskinn.
Mér finnst skorta jafnvægi, stefnu og finnst takt skipting vera frekar brengluð og ég man aldrei eftir laglínunni í lögunum. En þetta er náttúrulega bara það sem mér finnst en ég er að reyna að finna neistan í disknum.
Hins vegar finnst mér eldri diskurinn vera aðeins skárri, ég fíla hann mun betur en Psalms.

Þó að DS sé ekki band sem ég hlusta oft á þá er mjög gaman að hlusta á eitt og eitt lag með þeim.

En ég vill endilega heyra skoðanir ykkar á þessu bandi og hvað það er sem er að vekja mestan áhuga ykkar.