Ætli ég setji þetta ekki hingað inn líka.
Vonast eftir að fólk tali um metal tónlist,, en ekki fari að rífast um eitthvað asnalegt og heimskulegt.

Hvaða metal plötur/bönd haldið þið að eigi möguleika á því að verða ,,Future Classic“ ?
Plötur sem fólk á virkilega eftir að muna eftir?
Ná sama stall og Mayhem með plötuna ,,De Mysteriis Dom Sathanas” og/eða ,,Deahtcrush“.
Hljómsveitir eins og Bathory og Mercyfull Fate hafa klárlega náð þessum ,,classic” status.
Nefnið hljómsveitir sem þið haldið að eigi ekki bara eftir að gleymast með tímanum og ef þið getið ,,AFHVERJU.

Ég held að fólk eigi eftir að muna eftir Funeral Mist og þá sérstaklega eftir plötunni ,,Salvation“.
Það er ekkert svo langt síðan að ég hlustaði fyrst á plötuna,, en núna fer hún án efa inn á listan minn yfir uppáhalds plötur ever.
Söngurinn hjá Arioch er einn sá flottasti í dag,, gríðarlegur kraftur og tækni á bakvið gólin hjá honum.
Hljóðfæraleikurinn er heldur ekki af verri endanum,, hröð og aggressive riff í bland við þungan trommuslátt.
Einnig eru upptökurnar gríðarlega flottar,, ekki of clean og ekki tekið upp í álpappírsvafinn diktafón.

Deathspell Omega er band sem fólk á án efa eftir að muna eftir.
Platan ,,Si Monumentum Requires Circumspice” er eitt magnaðasta black metal stikki sem ég hef komist í tæri við.
Gríðarlega þungir og flóknir textar er eitthvað sem einkennir þessa plötu sem best.
Plata sem þú verður virkilega að setjast niður og HLUSTA á,, ekki bara sitja fyrir framan tölvuna og tala við fólk á msn á meðan þú ,,hlustar“.
Setjast niður með græjurnar í botni og virkilega HLUSTA er það eina sem virkar til þess að virkilega ná innihaldinu.
Þessi hljómsveit á seint eftir að gleymast og sérstaklega þessi plata.

Ég gæti auðvitað ekki gert svona lista án þess að minnast á mína uppáhalds hljómsveit seinasta hálfa árið eða svo,,Watain.
Ég hef aldrei verið góður í að halda í hljómsveitir,, það er að segja að eiga eina uppáhalds hljómsveit alveg ógeðslega lengi.
Watain finnst mér einstaklega mögnuð hljómsveit,, eitthvað við þá sem ég get eiginlega ekki lýst með orðum.
Platan þeirra ,,Casus Luciferi” held ég að eigi seint eftir að gleymast.
Bara vegna þess hversu ótrúlega góð þessi plata er,, ekkert of flókin en ekki of létt.
Þung,aggressive, svolítið hrá með flottum textum.