Jæja, ég hef núna síðustu mánuðina… kannski ár jafnvel, verið frekar óviss um hvernig tónlist mér líkar best við, ég man þegar ég var svona 11-12 ára var ég heví mikið inni í slipknot og korn hehe :D en núna er að blossa einhver áhugi fyrir alvöru metal upp hjá mér, eini metallinn sem ég hef hlustað á af viti er Maiden og Dream Theater (ef þið kallið það metal :/) en ég vil rannsaka þennan stíl aðeins betur…

Getur einhver ‘ógla’ góður gert svona flokkunarlista yfir þyngd metals :P og svona lista yfir hljómsveitir í þeim flokki, er að meina til þess að maður fari ekki að kalla t.d. Dream Theater dauðametal eða e-ð, Dæmi;

Thrash metal; *einkenni*
Hljómsveit a
Hljómsveit b
Dauðametall; *einkenni*
Hljómsveit a
Hljómsveit b

Gerið það ekki svara með einhverju “google it” eða “finndu það út sjálfur” því ég einfaldlega hef ekki hugmynd um svona lista eða hvernig ég ætti að nálgast hann ef ég hef ekki hundsvit á þessu…

Vona að ég fái einhver góð svör.