Amon Amarth Þar sem ég er fastur hér heima veikur ákvað ég að gera aðra grein og í þetta skipti um hljómsveitina Amon Amarth.
En og aftur eru Svíar hér á ferð og var þessi hljómsveit stofnuð árið 1992.
Hljómsveitin er þekkt fyrir það að lögin þeirra snúast um norska goðafræði og mér finnst það vera eitt af því sem gerir þessa hljómsveit svona svala. Þetta er flokkað undir viking/melodic death metal.

Meðlimir Amon Amarth eru:

Johan Hegg - söngur
Johan Söderberg - gítar
Olavi Mikkonen - gítar
Ted Lundström - bassi
Fredrik Andersson - trommur

Ég kynnist þessari hljómsveit bara í þessari viku og er ég strax kominn með algjört æði fyrir henni og er þegar búinn að niðurhlaða öllum diskunum .

Diskarnir þeirra eru:

Thor Arise (1993)
The Arrival of the Fimbul Winter (1994)
Sorrow Throughout the Nine Worlds (1996)
Once Sent from the Golden Hall (1998)
The Avenger (1999)
The Crusher (2001)
Versus the World (2002)
Fate of Norns (2004)
With Oden on Our Side (2006)

og ég vona að það fara koma eitthvað meira með þeim.


Hér er síðan þeirra
http://www.amonamarth.com/
og myspace siðan
http://www.myspace.com/amonamarth

takk fyrir mig
Shh My Common Sense is Tingling