Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera að reyna að ná töff lúkki með paintið, en næ því ekki alveg. Einhverra hluta vegna lít ég alltaf út eins og vanskapaður pandabjörn þegar ég er búinn.

Þess vegna væri svalt að fá að heyra frá ykkur hvort það er svalara að líta út eins og King Diamond eða eins og kúkalabbarnir í Watain, svona með latexskinnflygsum og gerfiblóði.

Já, á einhver Sinclair tölvu með kassettutæki, já eða Commodore 64 og 1541 diskettudrif eða Amiga 500-1200? Væri alveg til eitthvað af þessu fyrir sanngjarnt verð.
Kv. Tumi