Víst að platan er búinn að leka á netið er ágætt að hafa smá þráð um plötuna, enda metal umræða en ekki röfl um hnakka eða einhverja vitleysu.

Platan ber nafnið ,,Defective Epitaph" og mun koma út 25. September. Eru einhverjir búnir að hlusta á plötuna?
Ég er búinn að renna henni aðeins í gegn.
Mér finnst hún ekkert al slæm, miðað við fyrstu hlustun.
Helsti munurinn er sá að hann er loksins búinn að fatta að það er hægt að nota alvöru live trommur en ekki bara trommuheila, sem er bara framför finnst mér.
Einnig notar hann selló í 3 lögum sem er ágætis tilbreyting, hann er greinilega byrjaður að prófa sig aðeins meira áfram.
Einnig heyri ég smá mun í söngnum hans, meira eins og þegar hann gargaði með Nachtmystium live hér um árið.
http://youtube.com/watch?v=AGh6W7R6PrI

Ágætis plata svosem, en ekkert ofur.
Þarf að hlusta aðeins meira á hana held ég.

Hér er svo ,,síðasta" viðtalið við Malefic.
http://sadnessisdelicious.blogspot.com/2007/08/xasthur-interview.html

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur plötuna get ég hugsanlega útvegað ykkur hana, sendið mér bara póst.