… þrátt fyrir að nýja platan sé awesome.


Góðan daginn

Nú styttis í annað Sköllfestið í röð.
Á svipuðum tíma í fyrra datt mér í hug að halda svona all-dayer til að halda upp á þau tímamót að sumarið væri búið og skólarnir hafnir (ekki að það sé eitthvað til að halda upp á…en þið vitið), svokallað back to school jam en mig vantaði nafn og Sköllfest var málið þá og er málið enn því að hugmyndin var að halda þetta árlega og með það markmið að safna saman undir sama þaki - sama kvöld, bestu og athygglisverðustu jaðarböndum landsins, óháð stefnu, straumum og skilgreiningum. Það má því með sanni segja að Sköllfest II sé enn fjölbreyttara en Sköllfest.
Með þessu vonast ég einnig til að fá eins fjölbreyttann hóp áhorfenda og mögulegt er svo þeir megi styðja “sín” bönd en á sama tíma opna augu og eyru fyrir öðrum. Get t.d. ekki beðið eftir því að 16 ára dauðarokkari sem gerir lítið annað en að dauðarokkast, heyrir í Kimono og að einhver gamall tuddarokkari sem er þarna út af Drep sjái unga Garðbæinga í Skít spila sitt óforskammaða “evilcore”.

Listamennirnir eru að þessu sinni



BLACKLISTED: frá Fíladelfíu Bandaríkjanna kemur eitt virtasta og harðduglesta hardcore band dagsins í dag. Gefnir út af hinni virtu útgáfu Deathwish Inc (Converge, Hope Conspiracy, Modern Life Is War…). ENGIN óháð hljómsveit túrar jafn mikið og þessir menn. Búast má við hardcore hörku og ofurþyngslum í ætt við Hatebreed, Buried Alive, Life Of Agony… Sannkallaður heiður að fá þessa stríðsmenn þjóðveganna hingað til Reykjavíkur!
Af heimasíðu Deathwish Inc (www.deathwishinc.com):
“Whether it's with their infectious hardcore urgency, or uniquely powerful lyrics, the true grit of Blacklisted will move you. They carry a soul and energy unlike any other hardcore band. Blacklisted pick up the torch that contemporary legends American Nightmare once proudly carried. Merging a violence, honesty, and emotional outpouring into one untamable and inspiring hardcore machine.

Blacklisted came to the forefront of the hardcore community with their ”Our Youth Is Wasted“ CD, released on Jamey Jasta's Stillborn label (now out of print). After touring the U.S. in support of the release, the band took part in the ”Dead Man's Hand“ split 7”EP series on Deathwish, pairing up with LA's First Blood. This release was the first step in now a long standing friendship and partnership between the band and the label.

Shortly after that release surfaced, Blacklisted found a permanent home on Deathwish and released their “We're Unstoppable” CD. A collection of songs from their classic demo recordings and the “Our Youth…” release.

In 2005, they entered The Outpost with engineer Jim Siegel (Blood For Blood, Dropkick Murphys) to record their now classic album “…The Beat Goes On”. Comprised of 13 contemporary hardcore anthems, “…The Beat Goes On” celebrates the triumph, underdog determination that defines Blacklisted.

After over a year of constant touring and lineup refinement, Blacklisted returned with their greatest release to date “Peace On Earth, War On Stage”. Recorded with Kurt Ballou at Godcity Studios, “Peace On Earth, War On Stage” is comprised of four groundbreaking musical wars. Showcasing the intense musical progression, poetic prowess, and raw sonic power that is today's Blacklisted.

Blacklisted continue to reign supreme over the world of contemporary hardcore."

Tóndæmi:
PEACE ON EARTH, WAR ON STAGE: http://deathwishinc.com/listennow/launch/20

… THE BEAT GOES ON: http://deathwishinc.com/listennow/launch/2


CELESTINE: Blýþungur gáfumanna-talningarmetall undir áhrifum frá Isis, Ion Dissonance, Buried Inside, Meshuggah… Án nokkurs vafa eitt tilkomumesta og mest vaxandi þungarokksband landsins.


DIABOLUS: efnilegasta dauðarokkssveit Íslands sem ber virðingu fyrir rótunum en eru óhræddir við að horfa fram á vegin, blýþungt og útpælt í anda Kanadísku bandanna sem hafa verið framarlega á þessu sviði síðastliðin ár. Eitthvað sem dauðarokkarar landsins ættu að fylkja sér um og styðja við hvert tækifæri.


DREP: Fyrrverandi meðlimir úr Ham, Sororicde o.fl. að spila mulningsmálm sem vekur upp myndir af rússneskum ísbrjót á ferð sinni um ísi þakið Norður Hafið


DYS: gamalreyndar kempur í þessu frægasta þungapönk- bandi Íslands. Gáfu út hina umdeildu Ísland Brennur, komnir hérna saman eftir langt hlé og fólkið hefur beðið nógu lengi. Pönk í anda Rudimentary Peni, Flux Of Pink Indians með hardcore áræðini og metal skírskotunum á köflum…


I ADAPT: Reyndasta, elsta og víðförlasta hardcore band Íslands, óhræddir við að þróa tónlistina sínar í ófyrirsjáanlegar áttir með nýja breiðskífu í farteskinu,Chainlike Burden sem nú þegar hefur fengið góða pressu í netheimum og selst vel. Komnir á mála hjá Morphius records í Bandaríkjunum og Kanada og íslensku útgáfunni Mammaþín!. Þungt nýtt efni og nýr meðlimur.


KIMONO: Klárlega rómaðasta hljómsveitin á Sköllfest II, á meðal tónlistarspegúlanta landsins og þó víða væri leitað. Síðasta breiðskífa þeirra, Arctic Death Ship er að mörgum talin ein af bestu plötum Íslandssögunnar. Prógressíft, tilraunakennt og djúpt “indí” rokk (Can, Polvo, Fugazi, Þeyr, Yes…) . Nýr meðlimur og ný lög sem koma verulga á óvart!


SKÍTUR: Nýstirni úr Garðbænum sem sækja áhrif úr smiðju Klink, gamla Mínus og Super Joint Ritual. Úr verður þessi blýþungi, ofbeldisfulli og stórvari kokteil brútalismanns.

SOUTH - COAST KILLING COMPANY: Eðal rockabilly garage punk með Danny Pollock hugsjónamanni TÞM/Hellrinn, (ex Ego, Ex Utangarðsmenn) í farabroddi. Hér er hann á ferð með sitt lið og framreiða töffararokk sem ekki má missa af. Captain TÞM á mikinn stuðning skilið fyrir alla sína vinnu í þágu tónlistar í Reykjavík.


RETRON: Þessu bandi er erfitt að lýsa enda gjörsamlega einir um hituna þegar kemur að þeirra einstaka þungarokki enda með eintóma sérvitringa og geðklofa fjöllistamenn innan sinna raða sem hafa gert garðinn frægann víða þar sem æðri list og forynjir lifa í sátt og samlyndi. Hvað myndi gerast ef að lagahöfundar hinna og þessa Nintendo leikja væri fágaðir og þrautjálfaðir tónlistarmenn sem hefðu gaman af því að spila hetjumetal?


PIZZUR á góðum kjörum fyrir þau sem verða svöng



www.dordingull.com/skollfest
www.myspace.com/gagnaugad