Jæja þar sem mér leiðist alveg ógeðslega mikið ætla ég að skella inn smá lista af hljómsveitum sem mér finnst að eigi skilið meiri athygli en hún er að fá. Böndum sem mér finnst vera yfir meðal lagi.

Krohm er amerískt black metal project hjá manni sem kallar sig Numinas.
Sótti þetta band fyrir löngu og náði ég þá í demoið ,,Crown of the Ancient”.
Platan inniheldur 3 lög, login eru öll frekar hæg. Þung melódísk og endurtekin gítar riff,hægar einfaldar trommur og flottir synthar í bakgrunni sem búa til afskaplega flott atom. Eitt af mínum uppáhalds demo plötum, eitthvað sem þið ættuð að reyna redda ykkur.
Eftir að hafa rennt nokkrum sinnum í gegnum demoið varð ég einfaldlega að fá að heyra plötuna ,,A World Through Dead Eyes”. Platan er aðeins öðrvísi en Demoið en alls ekki síðri plata. Sömu þungu og hægu riff, aðeins flóknari trommutaktar og enþá flottir synthar í bakgrunni., mjög þétt plata. Þar sem ég nenni ekki að fara skrifa eitthvað voða review ætla ég að enda á að segja að þetta er í raun bara gott band sem þið ættuð að kynna ykkur betur.

Myspace:
http://www.myspace.com/107383135

Goatmoon er finnsk black metal hljómsveit. Hrár as fuck og ógeðslegur black metal fullur af hatri og ógeði, algjör eðall. BlackGoat Gravedesecrator er maðurinn á bakvið þessa geðveiki, mjög kvlt nafn., nasisti með meiru.
Þetta er bara fyrir alveg hardcore black metal aðdáendur.
Mjög einfaldur black metal í anda Darkthrone kannski, það er í raun það eina sem þeir hafa sameiginlegt nema kannski að bæði böndin taka upp plöturnar sínar upp í gegnum örbylgjuofn.
Mín uppáhaldsplata er fyrsta plata bandins ,,Death Before Dishonour” og mæli ég eindregið með þeirri plötu.

Sample:
Death Before Dishonour
http://werewolf.blackmetal.fi/gm-dbd.mp3
Eclipsed by Raven Wings af plötunni ,,Finnish Steel Storm”
http://werewolf.blackmetal.fi/EBRW.mp3

Craft er Sænskt black metal band sem saman stendur af 3 meðlimum Joakim(Gítar,bassi) John Doe(Gítar) og Mikael Nox(Öskur og garg). Bandið hefur greinilega verið undir miklum áhrifum frá Darkthrone, er samt ekki þetta týpíska Darkthrone clone band. Platan ,,Fuck the Universe” er ein af mínum uppáhalds plötum. Þétt plata með mikið attitude, þarf ekki annað en að horfa á promo myndirnar þeirra. Eitthvað sem flestir black metal aðdáendur ættu að vera löngu búnir að kynna sér. Algjör eðall!

Myspace:
http://www.myspace.com/56456546546546

Kriegsmaschine er hljómsveit sem ætti að fjalla miklu meira um hérna. Trúi varla að folk sé EKKI búið að kynna sér þessa hljómsveit. Kynntist henni í gegnum hljómsveitina Mgla en M sem er gítarleikari og söngvari Kriegsmaschine stendur á bakvið Mgla.
Platan ,,Altered States of Divinity” er ein sú klikkaðasta plata sem ég hef hlustað á, plata sem gerir mann virkilega reiðan við að hlusta á. Alveg ein af mínum top 100 uppáhalds plötum. Því miður fann ég engin samples á netinu fyrir ykkur. Verðið bara að kaupa plötuna.

Heimasíða:
http://www.kriegsmaschine.pl/

Þið megið alveg búast við fleiri svona þráðum frá mér enda hættur í vinnuni og hef ekkert annað gera en að sitja fyrir framan tölvuna.

Endilega ef það eru einhver bönd sem eiga skilið meiri athygli, sendið þá inn smá pistil og link á myspace eða eitthvað!