Sæl(ir)

Nú er ég alveg að verða brjálaður! Ég er búinn að vera leita að þessari plötu svo lengi en finn hana ekki. Langar svo í eintak af henni en það er hægara sagt en gert að finna eitt.
Eini staðurinn sem ég hef fundið hana á er á Tónlist.is en þar er ekki hægt að fá þetta brennsluleyfi fyrir henni, þannig að maður vill fá að njóta hennar verður maður að vera áskrifandi og sitja alltaf við tölvuna til að hlusta.

Er einhver sem getur reddað mér þessari plötu? Einhvernveginn?
Alveg fáránlegt að geta ekki fengið eina bestu plötu íslandssögunnar! Arrg…