Yep. Loksins er komið að því.

Dark Harvest gaf út sinn fyrsta disk, samnefndan sveitinni, fyrr á þessu ári og það er komið að því að kynna hann á stórtónleikum á Classic Rock 16. desember.

Sveitin hefur nýlega fengið liðsauka, því söngvari er kominn til liðs við sveitina, og heitir sá gutti Gísli. Gísli hefur búið í Kansas í Bandaríkjunum í 18 ár og kemur með ferskan blæ inn í sveitina.

Sveitin er búin að semja fullt af nýjum lögum og hefur það verið í höndum bæði Gulla og hins nýja liðsmanns, en áður hafði Gulli samið flestöll lögin þeirra. Hyggur sveitin á nýja plötu með vorinu og hefur sveitin þegar hljóðritað eitt lag með nýju liðsskipaninni sem heyrst hefur á m.a. Rás 2.

Það verður öllu tjaldað til að þessu sinni, búið að leigja stærðarinnar hljóðkerfi og lýsingu, sviðið á Classic Rock verður stækkað og til að halda upp á þetta með enn meira grand hætti, þá verða tónleikarnir teknir upp með 4 myndavélum til hugsanlegrar notkunar fyrir DVD útgáfu.

Aldurstakmark 18 eða 20…

Þess má geta í framhjáhlaupi að Morgunblaðið gaf frumraun drengjanna 4 af 5 stjörnum þann 12. október s.l.
Resting Mind concerts