Ætla að vitna bara beint í þráðinn sem ég gerði á töflunni:

Já, Wendigo hefur hafið störf á ný, nei, þið hafið líklegast aldrei heyrt um okkur áður.

Við brugðum á leik í gærkvöldi/nótt og slengdum tveimur lögum á stafrænt form okkur og vonandi fleirum til gamans. Það er að vísu enginn söngur þar sem sú staða er ekki fyllt ennþá.

Endilega tékkið þetta og tjáið ykkur um þetta.

http://hi.is/~gth14/Wendigo/

Bætt við 3. desember 2006 - 23:21
Þakka góðar undirtektir. Eins og “glöggir” hafa tekið eftir þá leyna Slayer áhrifin sér ekki. Var undir miklum áhrifum frá Slayer þegar ég samdi fyrra lagið (sem byrjar clean), en það er góð 3 ár síðan það var samið, var rétt að byrja að spila þá. Má geta þess að þetta er fyrsta lagið sem ég samdi á gítar ever :). Samdi að vísu ekki seinna lagið, nema bara fyrsta riffið.

Annars ætlum við svo að taka upp 2 önnur lög sem eru í vinnslu sem fyrst eftir áramót vona ég, þannig stay tuned ef ykkur líkar smjörþefurinn :).