ég hef aldrei, og þá meina ég aldrei fílað metal á æfi minni því mér hefur alltaf fundist það bara vera öskur og ekkert annað þangað til ég uppgvötaði sænsku rokkhljómsveitina Opeth. Opeth er sennilega besta og flottasta rokkhljómsveit sem ég veit umm. “að mínu mati” og mér finnst það lang flottast að löginn þeirra eru alltaf svo löng. ég mundi samt aldrei fara á tónleika með þeim og “slamma” þangað til mér yrði illt í hálsinum heldur mundi ég fara á tónleika með þeim til þess að hlusta á tónlistina. áður en ég heyrði fyrst lag með þeim, sem var Deliverance þá hef ég alltaf hlustað á hip hop og tónlistina í kringum það, það segir þó ekki að ég sé að hætta hlusta á hip hop eða klæða mig í iron maiden bol og rifnar gallabuxur. nei alls ekki, þótt að ég sé ekki að setja út á það. mér finnst þessi hljómsveit bara vera góð og gæti ekki fundist hún betri… vildi bara koma þessu á frammfæri þannig að takk fyrir mig