Nú ætla ég að segja ykkur litla sögu.

Ég er starfsmaður í BT. Ég er sömuleiðis mikill aðdáandi þungarokks, og vinir mínir og kunningjar hafa oft skammað mig fyrir að bjóða ekki uppá neina slíka tónlist í verslunum BT. Auðvitað get ég lítið í því gert enda bara lítið peð í stórri keðju. Um daginn kom svo út nýr diskur með Slayer, Christ Illusion. Tveimur vikum eftir að hann kom út í Evrópu var hann ekki enn kominn í Skífuna (sömu eigendur og BT, sama tölvukerfi = ég sé það :D) en ég vildi að sjálfsögðu versla hann þar til að fá afsláttinn minn (já ég er nískur!). Þess vegna dreif ég mig í að senda innkaupastjóranum sem sér um tónlistina e-mail (sem hún svaraði nota bene aldrei!) og þrýsti á að fá þennnan ágæta disk í búðirnar. Sömuleiðis setti ég hann inná vöruvöntunarsíðu BT. Á endanum kom hann nú í Skífuna en ekkert gerðist í BT fyrr en alltíeinu fékk einhver þá flugu í höfuðið að taka hann inn (eftir mikla pressu frá mér vil ég leyfa mér að halda fram) og hann var meira að segja auglýstur í bæklingi (án þess þó að koma fyrr en viku seinna). Nú er þessi merki diskur búinn að vera til sölu í BT í að ég held tvær vikur og halda á lofti merki þungarokksins í tónlistardeild sem annars inniheldur bara nýjasta og vinsælasta froðupoppið hverju sinni.

En ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan póst, og nefndi hann ,,Snilld" er sú að ég var að skoða Topp 10 listann í BT sem tekur gildi á morgun og viti menn, Slayer eru í 9. sæti yfir mest keyptu erlendur plöturnar í BT!

Þessu hefði ég seint eða aldrei átt von á. Rokkið lifir! \m/
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _