hvernig finnst ykkur nýjasti diskurinn með cc?
ég er allavega að fíla hann í tætlur! byrjar alveg hrikalega vel með laginu time to kill is now, frekar líkt byrjuninni á the great southern trendkill af the great southern trendkill:P
næsta lag er make them suffer! alveg hrikaleg kröftugt lag, en mér finnst cc hafa farið meira út í death metal frekar en gore..?
þriðja lagið murder worship er alveg gífurlega gott lag! verður alltaf kröftugara, og svo er textinn einstaklega góður.
Necrosadistic warning er fjórða lagið! þetta er alveg einstakt lag, frábrugðið hinum lögunum á KILL því mér finnst meira um tekník heldur en pure death.
five nails through the neck er svona smellur eins og i cum blood eða hammer smashed face, alveg hrikalega flott lag, og hægt að hlusta á það aftur og aftur og aftur.. o. sv. frv.
Purecation by fire er sjötta lagið og mér finnst diskurinn batna með hverju lagi sem spilað er:-D
Death walking terror er sjöunda lagið sem er einstaklega spes, meira öðruvísi en Necrosadistic warning vegna svo margs.'
Barbaric Bludegeonings er áttunda lagið! er einmitt að hlusta á það á meðan ég skrifa þessa grein! byrjar vel og endar betur!
The Discipline of revenge er nr. 9 og er það alveg einstaklega “fallegt” lag að mínu mati.
Brain removal police er 10. lagið og er að mínu mati allra kröftugasta lagið.
Manical er 11 lagið sem mér finnst vera sérstakt, vegna þess hvað gítarleikarinn er einstaklega skringilega flottur í þessu lagi.
Submerged in boiling flesh er lag númer 12. það er ekki bara titillinn sem er harður, lagið sjálft er alveg svakalegt! ég sat agndofa eftir að hafa hlustað á það fyrst.
Infinite misery er 13 og síðasta lagið á disknum! Corpsegrinderinn er alveg að meika'ða*gelgj* á þessum disk! hann er að growla svo.. indislega:D ég var allavega ekki ósáttur með kaupin^^ mæli með að allir spekki skítinn;)