Daginn.

Ég ætla að nýta mér þennann kork til þess að auglýsa eftir fólki í band. Sjálfur er ég gítarleikari, en hinn náunginn spilar líka á gítar en hefur hugsað sér að spila á bassa í þessari hljómsveit, en útilokar samt ekki gítarinn. Við erum báðir fæddir '86, og erum staddir á höfuðborgarsvæðinu.

Stefnan sem við myndum taka væri í anda eftirfarandi hljómsveita/áhrifavalda: Down, Clutch, Crowbar, Alabama Thunderpussy, Alice in Chains, Corrosion of Conformity, (að einhverju leyti)Black Label Society, Kyuss og kannski eitthvað af Acid Bath, auk fleirri banda. Þetta yrði semsagt einhversskonar Stoner/southern rokk/metall en líka eitthvað chillað shit inn á milli.

Við erum að leita að trommara, söngvara, og svo annaðhvort gítar- eða bassaleikara, og útilokum heldur ekkert píanó/hljómborðsleikara ef einhverjir slíkir fást.

Allavega, þið getið haft samband við mig ef þið hafið áhuga með hugaskilaboðum eða email(badmf@simnet.is).