Ved Buens Ende er hljómsveit sem hætti árið 1994, skilgreind sem Avant-garde / Post Blackmetal og stóð saman af tríói, Yusaf Parvez, Hugh Steven James og Michael Eide. Hugh hefur nú síðast gert garðinn frægann í hljómsveitinni Arcturus þar sem Hellhammer er að berja skinn. Svo að það var líf eftir Ved Buens Ende. En það sem ég er að pæla með þessum kork kemur núna:
Ég hef átt fyrstu og seinustu breiðskífu þeirra svolítið lengi en alltaf dippað svona af og til þeirra. Hafa einhverjir fleiri tékkað á þessu snilldarbandi og ef svo er. Hvernig finnst ykkur. Mér finnst þetta madman grúv sem skýtur upp kollinum af og til í söngvaranum alveg frábært sem og afkárleg spilamennska sem smellpassar við conceptið hjá þeim.
Bassi:Steinberger Spirit XZ