Í tilefni af þeirri umræðu um að Necrophagist og fleiri bönd séu orðin trend hér á huga ákvað ég að setja svar mitt við “necrophagist :|” þræðinum hér.

Reficul
testament eru líka big!

sumum finnst bara gaman að leita uppi nýja tónlist, ég elska það. ég reyndar geri ekki neitt af því að kynna hana hérna á huga því ef það er ekki death metall þá er skitið yfir það.

necrophagist er trend. og það virðist vera orðið ótrúlega kúl að hlusta baara á death metal og segja að allt annað sé skítur

Quadratic
Ég held að málið sé bara að 70% af þeim sem stunda Metaláhugamálið núorðið eru bara einhver börn. Veit t.a.m um gutta sem var hér að pósta á metal áhugamálið sem er í 6.bekk.

Djöfull hvað ég sakna GAMLA metaláhugamálsins!!
Þegar menn eins og 9nine9 (einnig 999) drituðu inn greinum um Marduk, Dissection, Deicide og fleiri bönd, og þá voru það líka alveg GEÐVEIKT vel skrifaðar og flottar greinar, annað en sorpið sem flýtur um hérna núna.

Núorðið eru 95% af þráðunum sem koma hingað kjaftæði og bölvað bull, sem ég held að sé að stórum hluta komið til vegna þess hversu mikið af krökkum eru hérna núna, og ég held einmitt að margir þeirra viti ekki neitt um extreme tónlist, eða það er það sem ég held, og tali bara um þær hljómsveitir sem þau/þeir sjá talað um af þeim sem eru inn í þessu.
Nú er einmitt fólk að átta sig á hvað Necrophagist er gott band, og tala þá um það hér og allir apa eftir hverjum öðrum.

Svona er tildæmis ekki í gangi á Töflunni og öðrum “þroskaðari” (ef svo má segja) spjallborðum, vegna þess jú að þar er minna um yngri krakka.

Að lokum ætla ég bara að linka í þrjár glæsilegar greinar frá “gamla tímanum”.

http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1041883 - Höfundur 999

http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1124631 - Höfundur 999

http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=977957 - Höfundur 999

Svona sér maður ekki núorðið, það þykir mér synd.

Nú er mér alveg sama þó svo að þið röflið eitthvað í mér, býst þó ekki við því af þeim sem vita hvað ég er að tala um, og voru virkir á þessu áhugamáli hér í den, þeir sakna eflaust þess tíma líka.

Ég segi - þetta áhugamál er ónýtt.