Hvernig er fólk að fíla endurupptöku Stormblåst?

Ég er bara tiltölulega ánægður. Gott að fá smá auka symphonic yfirbragð og núna þarf maður ekki að stilla í botn til að heyra hvað er að gerast.
Sorgens Kammer Del II kom skemmtilega á óvart og hitt aukalagið Avmaktslave virkar líka vel.
Í raun væri óþarfi að taka aftur upp Sorgens Kammer en það væri hægt að pússa það smá og skella því inn, pínu svekktur að því hafi verið sleppt.
Svo fær Dodsferd flottara intro og bónus DVD diskurinn var töff. Bjóst ekki við að Dimmu Borgir gætu nokkurn tímann spilað í dagbirtu eftir að hafa séð upptökur af þeim á Dynamo '98. En þetta virkaði bara nokkuð vel.
Líka gaman að því að Shagrath og Silenoz sjá báðir um gítar, bassa og söng á meðan Mustis kemur inn sem special guest á hljómborð og píanó og Hellhammer lemur á skinn. En það er auðvitað skiljanlegt þar sem aðeins Shaggy og Silli voru í DB þegar Stormblåst var fyrst tekin upp.