Þetta tókst vonum framar. Það var uppselt á báða tónleikana með sænsku víkingunum, hiti og sviti út um allt og alveg gríðarleg stemning! Eini dökki punkturinn á þessu er þegar hluti hljóðkerfisins á Grand Rokk gaf sig og messaði sándið, en drengirnir í Amon Amarth tóku því eins og sannir víkingar og létu það ekki á sig fá, heldur spiluðu bara af enn meiri gleði. Frábærir guttar!

Ég vil færa bestu þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu mér við að gera þetta. Bílstjórum, plakatupphengjurum, miðasölufólki, yndislega fólkinu sem hýsti bandið, og öllum þeim skara manns sem mættu á tónleikana! Þetta var alveg magnað.

Takk fyrir mig.

Amon Amarth will return!
Resting Mind concerts